Lög félagsins

Samþykkt á aðalfundi 1. desember 2017

Lög Náungans – hjálparsamtök.

  1. gr.

Félagið heitir Náunginn, hjálparsamtök fyrir heimilislausa og fátæka.

 

  1. gr.

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

 

  1. gr.

Tilgangur félagsins er samhjálp og aðstoð fyrir heimilislausa á Íslandi.

 

  1. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með fundahöldum, viðtölum og aðstoð.

 

  1. gr.

Allir eiga þess kost að ganga í félagið, án félagsgjalda.

 

  1. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 5. félagsmönnum. Stjórnarmenn skulu kosnir til 1 árs í senn en formaður skal kosinn á hverjum aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir. Daglega umsjón félagsins annast stjórnarformaður. Firmaritun félagsins er í höndum stjórnarformanns og ritara, hvors um sig.

 

  1. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega sitja aðalfundi.

 

  1. gr.

Rekstrarafgangi/hagnaði félagsins skal varið í samrœmi við tilgang félagsins.

  1. gr.

Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á stjórnarfundi með einföldum meirihluta og renna eignir þess til annarra hjálparsamtaka.

 

  1. gr.  

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins 1. desember 2017 og öðlast gildi frá þeim tíma.

 

Kennitala félagsins.

601217-2360