Hjálparsamtök fyrir heimilislausa og fátæka

Látum okkur náungann varða!

Styrkja málefnið

Hér getur þú styrkt með frjálsu framlagi í þetta þarfa málefni. Við viljum ekki sjá neinn frjósa í hel á Íslandi, leggðu þitt að mörkum til að auðvelda fólkinu lífið sem á í engin hús að vernda, smelltu á linkinn hér að neðan til að taka þátt. Sælla er að gefa en þyggja.

Meira

Gefa mat, fatnað og nauðsynjar

Hér getur þú lagt þitt af mörkum og gefið heimilislausu fólki á íslandi, mat, fatnað og aðrar nauðsynjavörur, eins og rúmföt, teppi, svefnpoka, kodda, sængur, ullarfatnað sokka, vettlinga, hlífðarfatnað, kuldagalla o.sfrv.

Meira

Framlögin

Öll framlög sem berast fara beint og óskipt til heimilislausra og munu framlögin verða birt hér á þessari heimasíðu, fullum trúnaði er heitið og munu persónuupplýsingar ekki verða birta heldur einungis framlögin í upphæðum. Guð blessi góða gjafara.

Meira

Tillögur, ráð og hugmyndir

Hér er hægt að koma með tillögur, ráð og hugmyndir varðandi húsnæðiskost tímabundin eða ótímabundinn fyrir fólkið sem á í engin hús að vernda, allar upplýsingar og aðstoð eru vel þegnar og er fullum trúnaði heitið.

Meira
Margt smátt gerir eitt stórt!

Leggðu þitt að mörkum til að gefa heimilislausu fólki á Íslandi hlýrri nætur og betri jól.

Í nóvember árið 2017 var ákveðið að stofna samtök fyrir heimilislaust fólk á Íslandi sem hefur í engin hús að vernda. Engin á að þurfa hýsast í bílum eða tjöldum á Íslandi. Það verður að þrýsta á samfélagið, yfirvöld, stofnanir, fyrirtæki, einstaklinga og síðast en ekki síst kirkjuna til að taka höndum saman og hjálpa þessu fólki sem á hvergi heima og býr í bílum eða tjöldum á tjaldsvæðum landsins og eru nánast að frjósa í hel.

Meira

Kjart­an tjaldbúi

Theo­dórs­son

Kjart­an Tjald­búi, eins og hann kall­ar sig, hef­ur búið í tjaldi á tjaldsvæði Hafna­fjarðar síðan í júlí. Í maí veikt­ist hann al­var­lega og varð í kjöl­farið óvinnu­fær. Þurfti hann þá að yf­ir­gefa íbúðina þar sem hann bjó með eig­in­konu sinni og leigði af vinnu­veit­enda sín­um.

Meira

Svanur Elí Elíasson

„Ég fæ enga hjálp,” segir Svanur Elí Elíasson, sem býr ásamt hundinum sínum, Kleó, í bíl á tjaldsvæðinu í Laugardal. Svanur, sem leigði herbergi á höfuðborgarsvæðinu síðasta vetur, var sagt upp leigunni í vor. Hann segir ástæðu uppsagnarinnar meðal annars þá að hann á hund. Svanur þarf að greiða leigu út ágústmánuð. Það eru 80 þúsund krónur á mánuði. Hann getur þó ekki hugsað sér að losa sig við hundinn, sem er ekki velkominn í húsið, eftir að nágrannar hans kvörtuðu undan dýrinu.

Meira

Styrkja

Áfram

Gefa nauðsynjar

Áfram

Tillögur

Áfram

Gjafir/framlög

Öll framlög og/eða gjafir sem berast, fara beint og óskipt til heimilislausra og munu framlögin verða birt hér á þessari heimasíðu, fullum trúnaði er heitið og munu persónuupplýsingar ekki verða birta heldur einungis framlögin í upphæðum og gjöfum..

Margrét Friðriksdóttir er stofnandi samtakanna og gefur þessa heimasíðu og lén sem framlag sitt til verkefnisins. Öll vinna er að sjálfsögðu unnin í sjálfboðaliðastarfi og þyggur Margrét þar að leiðandi engin laun  eða þóknun fyrir sitt framlag.

Margrét Friðriksdóttir
Stofnandi@
naunginn.is

Íbúar tjaldsvæðisins í Laugardal hafa titlað Gylfa Ægisson sem Borgarstjóra Laugardals 104,5  en Gylfi hefur ávalt kunnað að slá á létta strengi eins og þjóðin veit. Gylfi ætlar að standa vaktina þangað til að allir félagar hans sem neyðast til að hýsast í tjöldum eða bílum á Tjaldsvæðinu í Laugardal hafa komist i öruggt skjól.

Gylfi Ægisson
Söngvari, lagasmiður og Borgarstjóri tjaldsvæðinu Lagardal.

Ólafur og Ingileif Ögmundsbörn eru systkyni og stofnfélagar hjálparsamtakanna Náunginn. Þeim finnst heiður að fá að taka þátt í þessu brýna verkefni, og margir íslendingar því miður orðið útúndan í öllu góðærinu, sem margir fá því miður ekki að upplifa.

Ingileif og Ólafur Ögmundsbörn
Stofnfélagar @ naunginn.is

Skráðu þig á póstlistann og fylgstu með okkur og söfnunni

Tengiliðir

Hér eru listi yfir áhrifamikla aðila eins og þingmenn og borgarfulltrúa  sem að getað látið til sín taka í þessu brýna málefni svo tekið sé eftir og hafa sýnt vilja til þess.. Við viljum ekki sjá fólk frjósa í hel á götum landsins, það ættu allir að geta tekið undir það.

Karl Gauti Hjaltason

Þingmaður(XF)

Karl Gauti hefur heimsótt tjaldbúanna í Laugardal og telur brýna þörf á aðgerðum strax! Flokkurinn er nú þegar byrjaður að vinna í því.


Ólafur Ísleifsson

Þingmaður (XF)

Þarna gæti verið duldari vandi en sá sem blasir við á yfirborðinu. Aðstæður þessa fólks eru hreint út sagt skelfilegar.


Kjartan Magnússon

Borgarfulltrúi (XD)

Kjartan hefur látið sig málið varða og telur brýna þörf á aðgerðum í þessum málefnum.


Inga Sæland 

Þingkona (XF) 

Inga Sæland hefur staðið vaktina með fátæku fólki á Íslandi, hún hefur látið sig þetta mál varða svo um munar og tekið hefur verið eftir. 


2000 börn

Búa við sára fátækt

 9.1% barna

Búa við mismikin skort

1-50

Vilja styrkja málefnið

Tvær konur hafa boðið Gylfa húsnæði

Margrét Friðriksdóttir tók upp myndskeiðið sem birtist hér að neðan en í því ræðir hún við Gylfa niðri í Laugardal. Kemur meðal annars fram að góðhjartaður maður úr Vestamannaeyjum hafi[…]

Read more
December 2, 2017 0

Kjartan Magnússon – Borgarfulltrúi

http://www.dv.is/frettir/2017/12/2/kjartan-segir-dag-eigna-ser-gamla-og-margsvaefda-tillogu-sjalfstaedismanna-vegna-heimilislausra-thetta-er-einhver-hraskinnaleikur/

Read more
December 2, 2017 0

Sendu okkur póst

Það væri óskandi að samfélagið gæti tekið höndum saman með það að markmiði að geta útrýmt fátækt á Íslandi, okkur langar að heyra hugmyndir varðandi málefnið, því við teljum þörf á breytingum ekki seinna en í dag. 

Ef þú telur þig geta aðstoðað, komið með tillögu, ráð eða hugmyndir, þá yrði innilega vel þegið að fá frá þér póst.